10.8.2009 | 13:35
Nýtt risahótel á Ingólfstorgi - ó nei!
Skil ekki þessa vitleysu að ætla að þrengja enn að því sem eftir er af 19. aldar miðbænum. Torgið er fínt og hlynirnir þar að ná sér á strik. Nógu þröngt er um elsta hús Reykjavíkur Aðalstræti 10 og gömlu húsin í þorpinu og kvosinni.
Drottning þeirra húsa - hús Benedikts Gröndal - fúnar inniklemmt og hálfupprifið sem bakhús ofan við Naustið. Öll von um að það komist í Grjótaþorp er farin að þrána. Það hús gæti uppgert í sárinu eftir Glasgowbrunann gert Fischersund heillegt á ný. Það yrði sómi með safn á neðri hæðinni og íbúð fyrir erlenda rithöfunda á þeirri efri. Rithöfundasamband Evrópu vildi styrkja það góða framtak. Vitleysan ríður við margteyming.
Má ekki nota gapandi-tóma-eftir-hruns-húsnæðið um allan bæ fyrir hótel? Ég gekk í gær um Wall Street Íslands kringum Höfða, þá sáru skömm. Upplagt er að breyta þeim járn- og glerkastölum í hótel. Túrhesta hingað reiðar eru ein okkar skársta von. Um þetta á ekki að þurfa að tala, blogga, rövla ... málið er fyrir löngu alltof augljóst. Maður er kjaftstopp fyrir löngu.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2008 | 13:43
Þakka rithöfundarverðlaun RÚV
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2008 | 09:50
Hrunið hippunum að kenna!
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.11.2008 | 09:49
huggun mannkynssögunnar
Ég var beðin um að birta þetta spjall á Nei. Dagblað í ríki sjoppunnar.
Hoppið bara þangað: Sjá: http://this.is/nei/
Bækur | Breytt 8.11.2008 kl. 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.1.2008 | 11:14
Við erum 50 árum á eftir í niðurrifi menningarverðmæta
Mér svíður svo að fólkið hér í landinu fatti ekki að það er 50 árum á eftir heiminum í húsverndunarmálum. Á sjötta og sjöunda áratugnum voru Svíar svo vitlausir að rífa stóran hluta af hjartanu í Stokkhólmi og Uppsölum, og svipað var víst uppi víðast. Í London var húsið sem tvö síðari erindi þjóðsöngsins voru ort í rifið, flott hús í Brixton og heilu húsalengjurnar þar um alla borg af einhverri furðulegri hreinsiáráttu eða af undirþægni borgaryfirvalda við framkvæmda- og græðgisóða byggingarverktaka.
Á meðan umheimurinn dauðsér eftir því að hafa rifið burtu sterkustu merki fornra tíma í lifandi húsum vantar hér enn fimmtíu árum síðar fínu menningartaugarnar í fólkið, það sér bara skít og hrörnun og gott ef það hatast ekki út í fortíðina og vill gleyma henni og valta yfir hana með fortíðarlausum steypuhlunkum. Reykjavík mun eftir að fimmta hvert timburhús verður rifið líta út eins og eini fortíðarlausi höfuðstaðurinn í heiminum, svo mikið hefur þegar verið tekið því, lítil var hún greyið og miðbær hennar. Þessu sama fólki er sama um þótt rjúpan sé veidd upp til agna og fegurstu hreindýrin fyrir framan börnin sín. Það vantar fínu taugarnar svo að það hlýtur að vera afkomendur þeirra sem verst áttu í gamla daga, þess fólks sem átti það sárlega skítt neðst allra, svo tilfinningalaust er það enn gagnvart varnarlausum dýrum og fortíð. Það hamast við að skrá hatur sitt á vísir.is svo að húsin verði rifin á meðan húsverndunarfólk er bara rólegt og nennir ekki að taka þátt í slíku veseni. Betra væri að fortíðarhatararnir kæmu fram undir nafni og opinberuðu skort sinn á sögulegri vitund og fagurfræðilegri sýn.
Bækur | Breytt s.d. kl. 11:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.7.2007 | 16:20
Dauf hjörð
Nú skríð ég ofan í Heklu og niður í möttul. Ísland afþakkaði að vera tíunda borgin í Life Earth og styðja þar með alheimsátak sem beinist að því að lappa upp á fársjúkan lífheim jarðar. Ráðuneyti forsætis svaraði ekki einu sinni tilboði um afslátt fyrir bestu "landkynningu" síðan fundurinn í Höfða, sem er furðulegast því að kynning kveikir yfirleitt á perum ráðamanna. Fimmtán milljónir átti að kosta að senda út músik og hugsjónir héðan og í húfi ómældur heiður og sómi sem hundruð milljóna hefðu séð. Eitthvað svo bilað klikk er í gangi að ekki er ljóst hvort maður á að rífa hár sitt, grenja, afneita, bölva eða biðja fyrir þeim sem bera ábyrgð á þessu. Níu borgir í níu álfum senda ákall um heimsrásirnar daginn 07 07 07 ... við afþökkuðum sem sagt að vera tíunda álfan og setja Ísland og Reykjavík á endanlegt sögukort góðra mála. Plebba-mælir þjóðarinnar er fullur. Segi mig endanlega úr öllu samhengi ... þótt ljósi punkturinn sé sá að nú hefur sé grunur verið staðfestur að þjóðin er föst í þarmatotu á sjálfri sér.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.5.2007 | 12:45
Moggablogg um Alternative Publishing seminar ...
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.5.2007 | 11:25
Skrifa meira seinna
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2007 | 16:28
Aðstæður neyða mig til að gerast bloggari
Ég er að fara á seminar á Biskups-Arnö vestan við Stokkhólm sjá: http://www.biskops-arn.se/konferens/nord_forfattarseminarier sem fjallar um netbókmenntir og netbókmenntatímarit. Okkur er ætlað að blogga af staðnum á meðan á seminarinu stendur þe. úða til heimsins því sem um er að ske, bókmenntaheimur getur jú að sögn verið sjö hænur eða færri, valdapíramídi útgefenda er fallinn með netútgáfum, gamli valda klíkuskapurinn á undanhaldi. Jesus, nú er hætta á ferð. Verð að beita mig hörðu, stramma mig af að loknum þessum þriggja daga lotufundi og afbloggast.
Óttast þennan nýja hugsanlega leka frá mér yfir til samfélagsins eins og ég gæti fallið niður gegnum gólfið til Heiðars danskennara og Hönnu, eins og það væri ekki dásamlegt. Heimur minn er í hættu, viðkvæm vinnurútína mín, hin harða skel sem ég hef með mikilli austrænni afneitun byggt um mig svo að ég ruglist ekki af mannlegum samskiptum í miðjum skriftarfasa. Ég er með munnræpu ... skrifræpu ætlaði ég að segja, heilt flóð af ónotuðum orðum er handan minnar kárahnjúkastíflu sem hótar að bresta og skola mér í gin lagarfljótsormsins. Nei. Hættu, hættu, sómi, minn, sópur og skjöldur ...
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Þórunn Valdimarsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar