Dauf hjörð

Nú skríð ég ofan í Heklu og niður í möttul. Ísland afþakkaði að vera tíunda borgin í Life Earth og styðja þar með alheimsátak sem beinist að því að lappa upp á fársjúkan lífheim jarðar. Ráðuneyti forsætis svaraði ekki einu sinni tilboði um afslátt fyrir bestu "landkynningu" síðan fundurinn í Höfða, sem er furðulegast því að kynning kveikir yfirleitt á perum ráðamanna. Fimmtán milljónir átti að kosta að senda út músik og hugsjónir héðan og í húfi ómældur heiður og sómi sem hundruð milljóna hefðu séð. Eitthvað svo bilað klikk er í gangi að ekki er ljóst hvort maður á að rífa hár sitt, grenja, afneita, bölva eða biðja fyrir þeim sem bera ábyrgð á þessu. Níu borgir í níu álfum senda ákall um heimsrásirnar daginn 07 07 07 ... við afþökkuðum sem sagt að vera tíunda álfan og setja Ísland og Reykjavík á endanlegt sögukort góðra mála. Plebba-mælir þjóðarinnar er fullur. Segi mig endanlega úr öllu samhengi ... þótt ljósi punkturinn sé sá að nú hefur sé grunur verið staðfestur að þjóðin er föst í þarmatotu á sjálfri sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Sendi þér bros og hlátur inn í daginn, eigðu góðan dag.

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 21.7.2007 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þórunn Valdimarsdóttir

Höfundur

Þórunn Valdimarsdóttir
Þórunn Valdimarsdóttir
sagnfræðingur og rithöfundur
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • fugl

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 406

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband