10.8.2009 | 13:35
Nýtt risahótel á Ingólfstorgi - ó nei!
Skil ekki þessa vitleysu að ætla að þrengja enn að því sem eftir er af 19. aldar miðbænum. Torgið er fínt og hlynirnir þar að ná sér á strik. Nógu þröngt er um elsta hús Reykjavíkur Aðalstræti 10 og gömlu húsin í þorpinu og kvosinni.
Drottning þeirra húsa - hús Benedikts Gröndal - fúnar inniklemmt og hálfupprifið sem bakhús ofan við Naustið. Öll von um að það komist í Grjótaþorp er farin að þrána. Það hús gæti uppgert í sárinu eftir Glasgowbrunann gert Fischersund heillegt á ný. Það yrði sómi með safn á neðri hæðinni og íbúð fyrir erlenda rithöfunda á þeirri efri. Rithöfundasamband Evrópu vildi styrkja það góða framtak. Vitleysan ríður við margteyming.
Má ekki nota gapandi-tóma-eftir-hruns-húsnæðið um allan bæ fyrir hótel? Ég gekk í gær um Wall Street Íslands kringum Höfða, þá sáru skömm. Upplagt er að breyta þeim járn- og glerkastölum í hótel. Túrhesta hingað reiðar eru ein okkar skársta von. Um þetta á ekki að þurfa að tala, blogga, rövla ... málið er fyrir löngu alltof augljóst. Maður er kjaftstopp fyrir löngu.
Um bloggið
Þórunn Valdimarsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.