7.5.2007 | 16:28
Aðstæður neyða mig til að gerast bloggari
Ég er að fara á seminar á Biskups-Arnö vestan við Stokkhólm sjá: http://www.biskops-arn.se/konferens/nord_forfattarseminarier sem fjallar um netbókmenntir og netbókmenntatímarit. Okkur er ætlað að blogga af staðnum á meðan á seminarinu stendur þe. úða til heimsins því sem um er að ske, bókmenntaheimur getur jú að sögn verið sjö hænur eða færri, valdapíramídi útgefenda er fallinn með netútgáfum, gamli valda klíkuskapurinn á undanhaldi. Jesus, nú er hætta á ferð. Verð að beita mig hörðu, stramma mig af að loknum þessum þriggja daga lotufundi og afbloggast.
Óttast þennan nýja hugsanlega leka frá mér yfir til samfélagsins eins og ég gæti fallið niður gegnum gólfið til Heiðars danskennara og Hönnu, eins og það væri ekki dásamlegt. Heimur minn er í hættu, viðkvæm vinnurútína mín, hin harða skel sem ég hef með mikilli austrænni afneitun byggt um mig svo að ég ruglist ekki af mannlegum samskiptum í miðjum skriftarfasa. Ég er með munnræpu ... skrifræpu ætlaði ég að segja, heilt flóð af ónotuðum orðum er handan minnar kárahnjúkastíflu sem hótar að bresta og skola mér í gin lagarfljótsormsins. Nei. Hættu, hættu, sómi, minn, sópur og skjöldur ...
Um bloggið
Þórunn Valdimarsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.