Við erum 50 árum á eftir í niðurrifi menningarverðmæta

Mér svíður svo að fólkið hér í landinu fatti ekki að það er 50 árum á eftir heiminum í húsverndunarmálum. Á sjötta og sjöunda áratugnum voru Svíar svo vitlausir að rífa stóran hluta af hjartanu í Stokkhólmi og Uppsölum, og svipað var víst uppi víðast. Í London var húsið sem tvö síðari erindi þjóðsöngsins voru ort í rifið, flott hús í Brixton og heilu húsalengjurnar þar um alla borg af einhverri furðulegri hreinsiáráttu eða af undirþægni borgaryfirvalda við framkvæmda- og græðgisóða byggingarverktaka.

Á meðan umheimurinn dauðsér eftir því að hafa rifið burtu sterkustu merki fornra tíma í lifandi húsum vantar hér enn fimmtíu árum síðar fínu menningartaugarnar í fólkið, það sér bara skít og hrörnun og gott ef það hatast ekki út í fortíðina og vill gleyma henni og valta yfir hana með fortíðarlausum steypuhlunkum. Reykjavík mun eftir að fimmta hvert timburhús verður rifið líta út eins og eini fortíðarlausi höfuðstaðurinn í heiminum, svo mikið hefur þegar verið tekið því, lítil var hún greyið og miðbær hennar. Þessu sama fólki er sama um þótt rjúpan sé veidd upp til agna og fegurstu hreindýrin fyrir framan börnin sín. Það vantar fínu taugarnar svo að það hlýtur að vera afkomendur þeirra sem verst áttu í gamla daga, þess fólks sem átti það sárlega skítt neðst allra, svo tilfinningalaust er það enn gagnvart varnarlausum dýrum og fortíð. Það hamast við að skrá hatur sitt á vísir.is svo að húsin verði rifin á meðan húsverndunarfólk er bara rólegt og nennir ekki að taka þátt í slíku veseni. Betra væri að fortíðarhatararnir kæmu fram undir nafni og opinberuðu skort sinn á sögulegri vitund og fagurfræðilegri sýn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekkert nema overkill að kalla þessa kofa menningarverðmæti vina mín
Að eyða hundruðum milljóna í gamla kofa með ekkert menningarlegt gildi er nauðgun á reykvíkingum

DoctorE (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 11:36

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Sjáðu hvernig niðurrifsseggirnir hamast á bloggsíðum Moggans í nafni framfara! Þeir fatta ekki að þeir eru hálfa öld á eftir framförunum!

Sigurður Þór Guðjónsson, 10.1.2008 kl. 11:37

3 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Stáltaugar og flísalagt hjartalag afkomenda þeirra, er ólust upp í torfbæjum, kemur berlega í ljós þessa dagana og afhjúpar, einsog þú nefnir, fortíðarhatur. Í mínum huga er þjóðin enn að jafna sig á stríðs- og eftirstríðsárunum, haftastefnu og handónýtu og spilltu flokkakerfi. En eitt er víst; þjóðin verður, ekki seinna en nú, að gera upp við sig, hvers konar framtíð hún vill, sér og sínum afkomendum, til handa. Annars bara gleðilegt, splunkunýtt ár og takk fyrir gömlu (fortíðina).

Ásgeir Kristinn Lárusson, 10.1.2008 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þórunn Valdimarsdóttir

Höfundur

Þórunn Valdimarsdóttir
Þórunn Valdimarsdóttir
sagnfræðingur og rithöfundur
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • fugl

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 404

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband